Ég býð myrkrinu góðan dag.
12/20/2022

Ég bauð myrkrinu góðan dag í morgun.
Það þakkaði og sagðist vera hæstánægt með tíðina. Á þessari hátíð ljóssins fengi það að njóta sín langt fram eftir morgni og er mætt aftur árla síðdegis.
"Þessi jólaljós ykkar bíta ekkert á mig," sagði það. "Ég myrkva fjöllin og jöklana, engjarnar, mýrarnar, árnar, vötnin og auðvitað hafið."
"Nú já," sagði ég og kveikti á peru.
Þannig var minn morgunn.