Samfélagslegur áfallaþroski

Hvernig kem ég orðum að hlutunum þegar þeir eru svo langt í burtu og orðin svo þung?
Ég fordæmi þessa fordæmalausu tíma. Mín eina von er að við í minnsta lagi öðlumst einhverskonar samfélagslegan áfallaþroska. Að samfélagið verði betra eftir áfallið en það var fyrir það. Ekki að áfallið sé gott í sjálfu sér heldur að við fáum amk eitthvað smávegins fyrir það dýra verð sem við greiðum.
Kári Stef sagðist vera vongóður um það í Kastljósi kvöldsins. Það er gott. Kári Stef segir ekki bara hvað sem er!
Von mín er líka sú að við náum að losa okkur við óþarfa störf og læra betur að meta þau störf sem eru mikilvæg. Til dæmis störf þeirra sem sjá fyrir velferð samfélagshópa sem minna mega sín (börn, sjúkir, aldraðir etc.)
Annar bónus sé ég fyrir mér mögulegan: Styttri vinnuvika. Meiri sköpun.
Eitthvað svoleiðis.