Talning niður
12/21/2022

Frostið hefur hopað ögn. Snjóbræðslan á stéttinni hefur loks viðráðanlegt verkefni. Hvolpurinn hjálpar til og sprænir á klakann. Hann fann dauðan fugl um helgina. Það lifa ekki allir til jóla.
Aðeins þrír dagar eftir. Niðurtalningin heldur áfram. Við teljum og teljum. Niður. Förum neðar og neðar. Brátt kemur að því. Núll. Búmm: jólin. Við komumst ekki neðar.
Þá drögum við inn andann stundarkorn. Endurstillum teljarann en spáum ekkert í honum aftur fyrr en í fyrsta lagi í lok október næsta ár.
En að öðru. Ætli hvolpurinn minn sé með ADHD? Hann sýnir öll þess merki. Hvar fæ ég Concerta fyrir voffa? Er það réttlætanlegt að setja hunda á geðlyf?
Ég býð aðeins með það.
Hann er nú bara fjögurra mánaða.