Vorskrif Farfuglsins

Vor er í lofti, á láði og legi og með því koma farfuglarnir. Við Jóna erum farfuglar í ár því eftir nær tíu vetra dvöl erlendis höfum við fest rætur á nýjan leik hér heima og erum ekki á förum í bráð. Við lærðum mikið í Boston en allt tekur enda, sama fyrir hvers sakir, og stundum er ráð að pakka sínum föggum og halda heim í heiðardalinn.
Ísland er ævintýraeyja eins og myndin hér að ofan sýnir en hún var tekin í vorblíðunni á Álftanesi að kvöldi fimmta maí.
Margs munum við sakna frá Boston: Uber, kraft-bjór, fjölbreytni mannflórunnar, veðurfagrir dagar svo fátt eitt sé nefnt. En fyrst og fremst munum við sárast sakna allra þeirra vina sem við eignuðumst og eigum góðar minningar með. Veit ég að sum vinaböndin sem treyst voru munu halda í ókomin ár. Það sama á við um tíð okkar í Gautaborg.
Þetta stutta líf okkar er best notið í samneyti við aðra og það á við hér heima sem annars staðar. Gleymum því ekki.
Nú hef ég tekið við að leita mér nýrra tækifæra, stunda matjurtarækt og standsetja íbúðina okkar í hinum höfðinglega Hafnarfirði. Þannig að ég er iðinn við kolann og sit ekki með hendur í skauti, sé það eitthvað sem sumir halda.
Já, ég er glaður að vera kominn heim og kem ég fagnandi í faðm ykkar kæru landar og þakka ég góðar móttökur. Puss och kram! xoxo.